Nú er það Facebook.

Þetta er nánast dottið úr tísku að vera á blog.is og auðvitað fylgjum við með, en mér finnst gott að hafa valkost svo hér verðu áfram opið.

1. Mai 2009.

Þá er kominn 1.mai frí dagur verkalýðsins sem haldinn er heilagur af flestum, og það er vel. Þegar horft er til baka á alla þá baráttu fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum eins og að getað brauðfætt sig og sína,og haft þak yfir höfuðið. Í dag eru æði margir í erfiri stöðu, atvinnulausir og hafa ekkert nema atvinnuleysisbætur sem ekki eru til að hrópa húrra fyrir. Ég var að lesa blogg vinar míns og frænda Ólafs Ragnarssonar og þar er hann að segja skilið við sína FF félaga eftir slakt kosningagengi, og það þarf talsvert til að hann snúi við bakinu að sínum félögum. 'Eg sendi öllum baráttu kveðjur, í tilefni 1.Mai.

Landsfundir !!!

Ég hefi örgrannt fylgst með fréttum af yfirstandandi landsfundum hjá flokkunum, um helgina, og ekki orðið sérlega hrifinn af því sem ég hef heyrt af því sem fram hefur farið þar. Ræða sú sem Davíð Oddson flutti var ekki að mínu viti til að skapa neitt annað en óvild og mjög ósanngjörn í garð ýmissra manna sem reyndu að gera sitt besta, við erfiðar aðstæður.  Það verður ekki annað séð en að Jóhanna sem fékk Rússneska kosningu hafi uppskorið eins og til var sáð, en ekki bjóst ég við sigri hjá Dag, en svona eru kosningar í dag.

 


Þetta var fyrsta vers, svo kemur annað!!!

Loksins er Jóhanna búin að koma Davíð frá í Seðlabankanum,þá hlýtur að vera komið að því að koma skikki á fjármál heimila og fyrirtækja þannig að hjólin fari að snúast aftur og eitthvað annað en blaður eins og undanfarnar vikur, það er skelfilegt til að vita hversu margir eiga um sárt að binda þessa dagana og fátt annað en gjaldþrot yfirvofandi með öllum þeim hörmungum sem því tilheyrir, væri ekki eðlilegast að taka verðtrygginguna úr sambandi eins og gert var varðandi launin?

Ný ríkisstjórn í farvatninu!!!

Í fréttum er sagt að ný stjórn sé alveg að myndast og verði kynnt á morgun 31.jan. Vonandi tekst Jóhönnu að halda hópnum saman fram að kosningum hvenær sem þær verða nú í vor. Margir sem ég tala við eru ekki trúaðir á þessa lausn en er ekki sjálfsagt að gefa þeim sjéns til að sýna sig og láta á þetta reyna.

Erfitt ár framundan.

Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf, þegar forsætisráðherrann lætur þessi orð falla í fjölmiðlum, eru æði margir komnir á vonarvöl og eiga ekki til hnífs og skeiðar, atvinnulausir og þiggja bætur sem ekki er hægt að lifa af bara fyrir nauðþurftum hvað þá meira. Mikið væri gott fyrir sálakornið að fá eitthvað bitastætt að heyra til að vekja vonir fólks sem á í erfiðleikum og hefur fyllst vonleysis á ástandinu. Hvað er til ráða.

Að enda árið með mótmælum!!

Það er eitthvað sem ekki er í lagi hjá okkur á síðasta degi ársins, þegar mótmælin sem áttu að vera friðsamleg enda með ósköpum og skemmdir á tækjum og fleyru. Alltaf má finna ástæður fyrir svona hlutum, en skemmdarfýsn á ekki uppá pallborði hjá okkur, sem styðjum sjálfsögð mannréttindi við mótmæli sem eiga fullan rétt á sér. Ég vil óska öllum gleðilegs árs, og vona að rætist sem fyrst úr ástandinu.

Nýi Bónus?

Þá hefur fréttst að Jón Gerald ætli að stofna lágvöruverslun til höfuðs Bónus feðgum, það er sjálfsagt hið besta mál, en ekki má gleyma því að Bónusfeðgar hafa svo sannanlega gert góða hluti fyrir okkur, sem við viljum í dag,ekki vera án. Þegar við komumst upp úr kreppunni megum við búast við að getað haft einhverjar krónur aflögu til að getað verslað bæði í Bónus og í Bauhaus svo allir megi vel við una.

Er nokkuð samhengi þarna, Valgerður að hætta og Davíð að koma aftur?

Það verður fróðlegt að sjá framvinduna í pólitíkinni ef fer fram sem horfir, þegar fréttir berast um endurkomu Davíðs ef hann verður látinn hætta í Seðlabankanum. Sumum finnst þetta vera hótun og öðrum loforð. Hvað varðar hitt atriðið með Valgerði finnst manni einsínt að traust flokksins á henni hafi beðið hnekki svo best sé að hætta þegar leik hæst stendur. Svo hitt, kannski er nýr flokkur í sigtinu hjá þeim, sundur eða saman, hver veit?
Fróðlegt verður að fylgjast með genginu á flotkrónunni okkar næstu daga og missiri. Það sem af er degi lofar góðu með styrkingu upp á 8% og vonandi verður framhald á þessu.

Næsta síða »

Um bloggið

Jóhannes Gylfi Jóhannsson

Höfundur

Jóhannes Gylfi Jóhannsson
Jóhannes Gylfi Jóhannsson
Vélstjóri kominn í land
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Þórdís Sigurðardóttir.
  • Þórdís Sigurðardóttir.
  • Þórdís Sigurðardóttir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband