3.11.2008 | 21:22
Algjör spilling!!!
Manni verður orðfátt þegar fréttir berast um niðurfellingu skulda hjá ýmsum stjórnendum bankanna, ekki bara miljónum heldur miljörðum króna, á meðan almúgafólk sem hefur lent í vanskilum með eina miljón eða verið svikið um niðurfellingu á hluta sinna lána eins og um hafði verið samið,er sett í gapastokkinn komið á vanskila skrá, fær þar með enga fyrirgreiðslu, má bara éta það sem úti frýs. Svona lagað má hvergi þekkjast í siðuðu þjóðfélagi. Svona hlutir eru ræddir vítt og breitt og menn eru æfir og vilja helst ganga í skrokk á þessu liði sem ætti það skilið. Þetta verður örugglega rætt í heitapottinum í fyrramálið.
Um bloggið
Jóhannes Gylfi Jóhannsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já rétt, maður er bókstaflega kjaftstopp,hvað kemur yfir okkur næst. kveðja Sæa.
Sæa (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:45
Sæll frændi.Innilega sammála þér.En maður verður ekki mikið var við þessa miklu reiði í fólki hér í Eyjum.Sjómaðurinn er að komast aftur í tísku.Og hér eru hlutirnir að gerast.Nú er t.d.mikil vinna hér við síldarfrystingu og fiskvinnsla yfirleitt.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 4.11.2008 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.