Færsluflokkur: Dægurmál

Skoðanakönnun, er hún rétt eða röng?

Þegar niðurstaða er fengin úr skoðanakönnunum fer í gegn um huga manns sú staðreind að oft er ekkert að marka þær, allaveganna ekki þegar kosið er og niðurstaðan er sú, að ekki er samræmi þarna á milli. Þó að mín skoðun sé, að ekki sé réttur tími til að fara í kosningar að svo stöddu, vegna þess að ég vil sjá þá sem ollu vandanum, lagi hann en víkist ekki undan og aðrir verði að bjarga málunum og þurfi að koma með sársaukafullar aðgerðir sem ekki eru vinsælar. Svona vangaveltur eru oft uppspretta umræðu sem leitt geta til árangurs, og við vonum að svo verði. Kv. JGJ

Hver kemur næst.

Það virðist sem fordæmi Bjarna um afsögn þingstarfa hafi smitað út frá sér, núna var það Guðni sem lét til skarar skríða og hætti bæði sem þingmaður og formaður, þessi uppsagnarvírus sem virðist vera kominn af stað þyrfti að smitast víðar, svo sem í seðlabankastjórn, fjármálaeftirlit og jafnvel mættu sumir ráðherrar smitast líka. Svona aðstæður eins og skapast hafa í fjármálageiranum hérlendis þarfnast nýrra og óháðra aðila sem þora og getað tekist á við hlutina og sagt satt, þannig að enginn velkist í vafa hvar við stöndum og hvað gera þarf.

Rauð málning á Valhöll.

Það hefur víst einhverjum sárnað að sjá Valhöll málaða með rauðri málningu en ekki blárri, það hefði verið nær bláuhöndinni að hafa réttann lit. En það vakti mína athygli að þegar rætt hafði verið þá aðila sem unnu að hreynsun var sagt að um skipamálningu hafi verið að ræða og hún sé erfið að hreynsa í burtu, þetta hlítur að hafa verið Íslensk framleiðsla eða þannig. Alveg er orðið ómögulegt að skilja hvað gengur á í lánamálum, sem þjóðinni er ætlað að ábyrgjast fyrir hönd óráðsíu og útrásarmanna, þeir sem lögðu hald á bankana í krafti hryðjuverkalaga hljóta að sytja uppi með bæði eignir og skuldir annað væri ekki sanngjarnt.

Mikil reiði og ólga hjá fjöldanum.

Eftir að hafa horft á sjónvarpsfréttir í kvöld og orðið vitni að hversu mikið kraumar undir hjá fólki, enda ekki nema von. Búið að draga okkur á asnaeyrunum fram og til baka sagt eitt í dag og annað á morgun, trúverðugleiki er enginn hjá stjórnvöldum og hverju getum við búist við í framhaldinu. Það er mikið rætt um bankana og það að aðeins sé skipt um kennitölur hjá þeim en bætt við orðinu Nýi fyrir framan nafnið, er þetta ekki bara verið að not svokallað kennitöluflakk, sem ekki þykir sæma og alltaf litið á sem óheiðarleika og eitthvað til að fela og stinga undan. Heyrst hafa raddir sem vilja taka upp gömlu bankanöfnin eins og Alþýðubankinn ofl. í þeim dúr. Mér finnst að þetta sé vel viðeigandi og góðra gjalda vert. Skoðum þetta.

Algjör spilling!!!

Manni verður orðfátt þegar fréttir berast um niðurfellingu skulda hjá ýmsum stjórnendum bankanna, ekki bara miljónum heldur miljörðum króna, á meðan almúgafólk sem hefur lent í vanskilum með eina miljón eða verið svikið um niðurfellingu á hluta sinna lána eins og um hafði verið samið,er sett í gapastokkinn komið á vanskila skrá, fær þar með enga fyrirgreiðslu, má bara éta það sem úti frýs. Svona lagað má hvergi þekkjast í siðuðu þjóðfélagi. Svona hlutir eru ræddir vítt og breitt og menn eru æfir og vilja helst ganga í skrokk á þessu liði sem ætti það skilið. Þetta verður örugglega rætt í heitapottinum í fyrramálið.

Er allt sem sýnist.

    Eftir að hafa horft á Kompás þáttinn og kastljós, allar helstu fréttirnar fram og til baka er maður engu nær um ástandið nema það að verkalýðurinn með lúsarlaunin skal sko að fá að borga brúsann þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað. Ekki kunna þessir háu herrar að skammast sín og viðurkenna mistökin og segja af sér.  Þrátt fyrir að könnun sýni að 90% þjóðarinnar styðji þá ekki, eru menn með hroka og yfirgang. Það er þó einn ráðherra sjálfstæðismanna sem virðst á þeirri skoðun að það sé óvitlaust að kanna aðild að ESB og taka upp evru, en er ekki of seint í rassinn gripið? Nú þegar stýrivextir hafa verið hækkaðir um 50% og allt stefnir í þrot hjá mörgum aðilum í þjóðfélaginu.  Er nokkuð annað eftir en að leggjast á bæn og biðjast ásjár.

 


Hvað er til ráða?

    Þegar við verðum vitni að misvísandi upplýsingum sem fram koma í fjölmiðlunum, kemur manni í hug sú staðreind, að einhver segir ekki satt og þá er að kryfja málið og finna lausnina.  Með þetta í huga er alltaf best að skoða hlutina hlutlaust, en hvenær er maður hlutlaus? það er málið, ég á mjög erfitt með að fá botn í þetta. Í kvöld fáum við Kastljós þátt sem verður gaman að horfa og hlusta á, það má vera að eitthva nýtt komi í ljós.

« Fyrri síða

Um bloggið

Jóhannes Gylfi Jóhannsson

Höfundur

Jóhannes Gylfi Jóhannsson
Jóhannes Gylfi Jóhannsson
Vélstjóri kominn í land
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Þórdís Sigurðardóttir.
  • Þórdís Sigurðardóttir.
  • Þórdís Sigurðardóttir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband